En hér er topp 10 myndirnar mínar, ekki í röð og ekki allar í einu en þó vonandi ekki skrifuð í sama 13-ára-stelpu-stílnum og færslan hans Andra. Ég nenni ekki að setja inn myndir ef klikkað er á myndanöfnin opnast imdb-síða hverrar fyrir sig.
Af þrem uppáhaldsmyndunum mínum eru tvær eftir sama leikstjórann, Dead Man og Ghost Dog.
Ghost Dog fjallar sem sagt um leigumorðingja sem er meðlimur í einhvers konar samúræjasamtökum og átök hans og mafíunnar. Myndin er öll ógeðslega svöl, fyndin og sagan er góð. Allar persónurnar eru trúverðugar sama hversu steiktar þær eru og þetta er besta mynd Forest Whittakers sem ég hef séð. Myndin er alvarleg og tempóið er hægt en inná milli koma mjög grínleg atriði eins og öll samskipti ghost dog og franska gæjans og svo þegar mafíuforingjarnir eru að tala um rappara- og indíánanöfn. Öll tæknileg atriði finnst mér vera til fyrirmyndar og tónlistin sem er eiginlega öll eftir the RZA eða Wu-Tang Clan er frábær.
Dead Man er líka eftir Jim Jarmusch sem gerði Ghost Dog og er vestri.
Borgarstrákur ferðast til villta vestrins í leit að vinnu, fremur óvart morð og þarf svo að flýja lögguna og fleiri vonda.
Ég fattaði það reyndar ekki fyrr en ég fór skrifa þetta en myndirnar eru að mörgu leyti mjög líkar, söguþráðurinn og umhverfið eru reyndar öðruvísi en Jarmuschbragurinn er mjög greinilegur. Því get ég gert þetta:
Myndin er öll ógeðslega svöl, fyndin og sagan er góð. Allar persónurnar eru trúverðugar sama hversu steiktar þær eru og þetta er besta mynd Forest Whittakers Johnny Depps sem ég hef séð. Myndin er alvarleg og tempóið er hægt en inná milli koma mjög grínleg atriði eins og öll samskipti ghost dog og franska gæjans Depps og indíánans og svo felst atriðin með leigumorðingjunum. Öll tæknileg atriði finnst mér vera til fyrirmyndar og tónlistin sem Neil Young spann á rafmagnsgítar á meðan hann horfði á hana á skjá í stúdíóinu. Ég vil þá líka sérstaklega benda á hvað Johnny Depp er frábær í myndinni og hvernig honum tekst að þroska persónu sína trúverðulega út myndina. Fyrst er hann algjör bókanölli og veimiltíta en þegar líða tekur á myndin verður hann æðrulaus og yfirvegaður morðingi. Það er út af þessari mynd sem ég held mest uppá Jonnhy Depp af öllum leikurum. Af öðrum myndum eftir Jim Jarmusch hef ég séð Coffee & Cigarettes, Mystery Train og Night on Earth og ég mæli með þeim öllum.
1 comment:
Mér finnst Andri eiga hrós skilið ef grínið hans varð til þess að þú stofnaðir loks blogg, sama hversu súrt grínið var.
Fín færsla. 5 stig.
Ég gæti ekki verið meira sammála - Jarmusch er snillingur og Dead Man er ein af örfáum myndum sem ég get horft á aftur og aftur.
Post a Comment