Friday, October 31, 2008

topp 10 listi, þriðji hluti

La Haine
La Haine er frönsk mynd eftir þarlendan leikstjórann  Mathieu Kassovitz  og fjallar um 3 "gettó"-stráka (vinz, sayid og hubert) í parís sem finna lögreglubyssu eftir gríðarlegt uppþot í hverfi þeirra. Þeir eru síðan ákveðnir í því að þeir skuli nota byssuna til að drepa löggu ef vinur þeirra sem liggur á sjúkrahúsi eftir átökin deyr úr sárum sínum.
Myndin er engin hasarmynd eins og sumar af myndum Kassovitz heldur er sögunni um byssuna fléttað inn í daglegt líf þessara stráka sýnt við hvernig aðstæður innflytjendur og fátækir lifa við í París (Eða lifðu við þá, myndin er meira en 10 ára gömul). Myndin er svarthvít einhverja hluta vegna en mér finnst það koma mjög vel út því þessi gráni sem er yfir myndinni allri verður greinilegri (sem er ekkert skrýtið því myndin er grá!), dekkri atburðir eru og dekkri, ljósari atburðir bjartari o.s.fv. Þ.e.a.s. þegar eitthvað drungalegt er að gerast eins og þegar  Vinz sýnir hinum tveim byssuna og þegar skinheadklíkan ræðst á þá eru skotin tekin í myrku yfirgefnu skoti annars vegar og dimmu húsasundi hins vegar til að draga fram drungan. 
 
Myndinni var auðvitað ætlað að sýna raunveruleikann eins og hann var, bæði hvað lágstéttafólk í úthverfunum hafði það skítt og hvernig yfirvöld komu fram við það af lítilli virðingu og líka hvernig alvöru "gettó" voru. Að þessir "ghetto thugs" sem töluðu/sungu/röppuðu fjálglega um hina og þessa sem þeir ætluðu að fokka upp væru ýktar og skreyttar týpur, uppspunnar upp á eitthvað kúl. Þetta er reyndar frekar greinileg afstaða í myndinni: strákarnir þrír sem eru einungis venjulegir pörustrákar sem eru að fikta við hassneyslu líta á sig einhvers konar gangstera og halda að ekkert sé auveldaara en að skjóta hinn og þennan. Samt láta þeir eldri hverfisstrákana ráðskast með sig og lögguna komast upp með að fokka í þeim. Það sést hvað þeir eru glaðir en líka gáttaðir á því þegar þeim tekst að stökkva skinheadgenginu á flótta með því að ógna þeim með byssunni. Loka atriðið er líka með þeim svakalegri sem ég hef séð, sérstaklega þar sem að þegar þangað er komið í myndina heldur maður að þeir séu hættir öllu veseni og lausir við öll vandamál. En þá þurfa auðvitað helvítis löggurnar að koma og hleypa öllu í háaloft.
Ég man ekki hvort ég hafði eitthvað út á myndatökuna, klippinguna eða eitthvað þannig fara í taugarnar á mér en tónlistin var geðveik og leikurinn var flottur, sérstaklega hjá Vincent Cassel (fyrir ofan). Ég hef líka vitað af Mathieu Kassovitz frekar lengi, séð hann í Amelie, Fifth Element og fleirum myndum, en ég vissi aldrei að hann væri leikstjóri, hvað þá að hann hefði gert þessamynd, en hann hækkaði mikið í áliti hjá mér þegar ég komst að því.
Endirinn fylgir með...




1 comment:

Siggi Palli said...

Snilldarmynd. Og lang-lang-besti trailer sem ég hef séð. Ég man hvað mér fannst trailerinn kúl þegar ég sá hann fyrst, og fannst ég verða að sjá myndina þegar hún kom í bíó. Samt gefur trailerinn lítið sem ekkert upp um myndina og spoilar engu. Hollywood mætti taka það sér til fyrirmyndar.

Flott færsla. 7 stig.