Wednesday, October 29, 2008

topp 10 listi, annar hluti


seinasta myndin af þessum þremur uppáhalds heitir Thin Red Line og er eftir lítt þekktan leikstjóra sem heitir Terrence Malick.  Hann leikstýrði reyndar sinni fyrstu mynd í fullri lengd 1969 og gerði líka The New World með Colin Farrell sem er ömurleg útfærsla á Pókahontas.
En þrátt fyrir hvað new world er glötuð er thin red line frábær. Sem tæplega tveggja og hálfs tíma stríðsmynd með George Clooney og John Travolta í aðalhlutverkum leist mér í fyrstu ekki vel á hana og því kenni ég lélegri auglýsingaherferð um. Trailerinn gefur í skyn að um sé að ræða dæmigerða hasarmynd með týpískum deilum milli foringja og undirmanna inná milli og allir frægu leikararnir sem myndin skartar voru flaggað í lokin á trailernum og á auglýsingaplöggum en fyrrnefndir clooney og travolta birtast ekki í nema örfáar mínútur hvor og þannig er það með marga af leikurum.
En myndin er alls ekki ein af þessum týpísku stríðsmyndum. Hún er ekki mjög spennandi og tempóið er yfirleitt frekaar hægt, iðulega koma inn nokkurra sekúnda til mínúta senur sem sýna bara náttúru og dýralíf og stríðsátökin sjálf eru engan veginn aðalviðfangsefnið.
í myndinni er fylgst með nokkrum hermönnum þar sem notast er mikið við voice-over þar sem þeir segja frá hverju sem þeir eru að hugsa þá stundina, þeir eru sýndir að gera eitthvað hermannalegt (hvort sem það er að drita kúlum á óvininn eða e-ð annað) og líka eitthvað óhermannalegt. 
Megin söguplottið gengur út á það þegar bandaríski herinn reyndi að ná eynni Guadalcanal í Kyrrahafi af japönum og sumar af litlu sögunum tengjast því beint en aðrar ekki. Allar finnst mér þó áhugaverðar og vel fram settar. 
Allar myndatökur, tæknibrellur og annað tæknilegt finnst mér vera vel gert og hæfileg notkun tónlistar finnst mér takast vel upp en í mörgum atriðum eru einungis náttúruhljóðin eða ofbeldishávaðinn notuð. Leikurinn er líka geðveikur enda eru margir góðar leikarar sem leika í myndinni. Bæði eru það frægir leikarar eins og John Cusack, Sean Penn eða Nick Nolte og líka mikið af leikurum sem maður man kannski ekki hvað heita en hefur séð í öðrum myndum og þá hugsað: ,,já, það er eitthvað spunnið í þennan". ég nenni ekki telja þá alla upp og hversu vel þeir stóðu sig. Á heildina litið er myndin bara mjög vel leikin.
Tilgangur myndarinnar eða bókarinnar sem hún er víst gerð eftir er held ég ekki að sýna svala töffara lúskra á óvininum eða sprengja nógu helvíti mikið af sprengjum (engan veginn) heldur að sýna sjónarhorn nokkurra hermanna á lífinu, hvort sem það er eitthvað tengt stríðinu sjálfu eða einhverju meira persónulegra. Og ég held að það sé það sem hitti beint í hjartastað á mér.



En þó ég hafi eitt mestu púðri í að skrifa um þessa mynd þýðir það ekki að hún sé best þessara þriggja. Hitt var bara fyrsta færslan og ég því ekki búinn  að gíra mig inná e-ð bloggerí. 

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 5 stig.

Það er orðið allt of langt síðan ég sá þessa (sá hana held ég síðast í bíó).

Það væri nú gaman að fá myndir með. 2-3 myndir til þess að skreyta færsluna hefðu hiklaust hækkað hana um 1 stig.