Thursday, April 16, 2009

Friday, October 31, 2008

topp 10 listi, þriðji hluti

La Haine
La Haine er frönsk mynd eftir þarlendan leikstjórann  Mathieu Kassovitz  og fjallar um 3 "gettó"-stráka (vinz, sayid og hubert) í parís sem finna lögreglubyssu eftir gríðarlegt uppþot í hverfi þeirra. Þeir eru síðan ákveðnir í því að þeir skuli nota byssuna til að drepa löggu ef vinur þeirra sem liggur á sjúkrahúsi eftir átökin deyr úr sárum sínum.
Myndin er engin hasarmynd eins og sumar af myndum Kassovitz heldur er sögunni um byssuna fléttað inn í daglegt líf þessara stráka sýnt við hvernig aðstæður innflytjendur og fátækir lifa við í París (Eða lifðu við þá, myndin er meira en 10 ára gömul). Myndin er svarthvít einhverja hluta vegna en mér finnst það koma mjög vel út því þessi gráni sem er yfir myndinni allri verður greinilegri (sem er ekkert skrýtið því myndin er grá!), dekkri atburðir eru og dekkri, ljósari atburðir bjartari o.s.fv. Þ.e.a.s. þegar eitthvað drungalegt er að gerast eins og þegar  Vinz sýnir hinum tveim byssuna og þegar skinheadklíkan ræðst á þá eru skotin tekin í myrku yfirgefnu skoti annars vegar og dimmu húsasundi hins vegar til að draga fram drungan. 
 
Myndinni var auðvitað ætlað að sýna raunveruleikann eins og hann var, bæði hvað lágstéttafólk í úthverfunum hafði það skítt og hvernig yfirvöld komu fram við það af lítilli virðingu og líka hvernig alvöru "gettó" voru. Að þessir "ghetto thugs" sem töluðu/sungu/röppuðu fjálglega um hina og þessa sem þeir ætluðu að fokka upp væru ýktar og skreyttar týpur, uppspunnar upp á eitthvað kúl. Þetta er reyndar frekar greinileg afstaða í myndinni: strákarnir þrír sem eru einungis venjulegir pörustrákar sem eru að fikta við hassneyslu líta á sig einhvers konar gangstera og halda að ekkert sé auveldaara en að skjóta hinn og þennan. Samt láta þeir eldri hverfisstrákana ráðskast með sig og lögguna komast upp með að fokka í þeim. Það sést hvað þeir eru glaðir en líka gáttaðir á því þegar þeim tekst að stökkva skinheadgenginu á flótta með því að ógna þeim með byssunni. Loka atriðið er líka með þeim svakalegri sem ég hef séð, sérstaklega þar sem að þegar þangað er komið í myndina heldur maður að þeir séu hættir öllu veseni og lausir við öll vandamál. En þá þurfa auðvitað helvítis löggurnar að koma og hleypa öllu í háaloft.
Ég man ekki hvort ég hafði eitthvað út á myndatökuna, klippinguna eða eitthvað þannig fara í taugarnar á mér en tónlistin var geðveik og leikurinn var flottur, sérstaklega hjá Vincent Cassel (fyrir ofan). Ég hef líka vitað af Mathieu Kassovitz frekar lengi, séð hann í Amelie, Fifth Element og fleirum myndum, en ég vissi aldrei að hann væri leikstjóri, hvað þá að hann hefði gert þessamynd, en hann hækkaði mikið í áliti hjá mér þegar ég komst að því.
Endirinn fylgir með...




Wednesday, October 29, 2008

topp 10 listi, annar hluti


seinasta myndin af þessum þremur uppáhalds heitir Thin Red Line og er eftir lítt þekktan leikstjóra sem heitir Terrence Malick.  Hann leikstýrði reyndar sinni fyrstu mynd í fullri lengd 1969 og gerði líka The New World með Colin Farrell sem er ömurleg útfærsla á Pókahontas.
En þrátt fyrir hvað new world er glötuð er thin red line frábær. Sem tæplega tveggja og hálfs tíma stríðsmynd með George Clooney og John Travolta í aðalhlutverkum leist mér í fyrstu ekki vel á hana og því kenni ég lélegri auglýsingaherferð um. Trailerinn gefur í skyn að um sé að ræða dæmigerða hasarmynd með týpískum deilum milli foringja og undirmanna inná milli og allir frægu leikararnir sem myndin skartar voru flaggað í lokin á trailernum og á auglýsingaplöggum en fyrrnefndir clooney og travolta birtast ekki í nema örfáar mínútur hvor og þannig er það með marga af leikurum.
En myndin er alls ekki ein af þessum týpísku stríðsmyndum. Hún er ekki mjög spennandi og tempóið er yfirleitt frekaar hægt, iðulega koma inn nokkurra sekúnda til mínúta senur sem sýna bara náttúru og dýralíf og stríðsátökin sjálf eru engan veginn aðalviðfangsefnið.
í myndinni er fylgst með nokkrum hermönnum þar sem notast er mikið við voice-over þar sem þeir segja frá hverju sem þeir eru að hugsa þá stundina, þeir eru sýndir að gera eitthvað hermannalegt (hvort sem það er að drita kúlum á óvininn eða e-ð annað) og líka eitthvað óhermannalegt. 
Megin söguplottið gengur út á það þegar bandaríski herinn reyndi að ná eynni Guadalcanal í Kyrrahafi af japönum og sumar af litlu sögunum tengjast því beint en aðrar ekki. Allar finnst mér þó áhugaverðar og vel fram settar. 
Allar myndatökur, tæknibrellur og annað tæknilegt finnst mér vera vel gert og hæfileg notkun tónlistar finnst mér takast vel upp en í mörgum atriðum eru einungis náttúruhljóðin eða ofbeldishávaðinn notuð. Leikurinn er líka geðveikur enda eru margir góðar leikarar sem leika í myndinni. Bæði eru það frægir leikarar eins og John Cusack, Sean Penn eða Nick Nolte og líka mikið af leikurum sem maður man kannski ekki hvað heita en hefur séð í öðrum myndum og þá hugsað: ,,já, það er eitthvað spunnið í þennan". ég nenni ekki telja þá alla upp og hversu vel þeir stóðu sig. Á heildina litið er myndin bara mjög vel leikin.
Tilgangur myndarinnar eða bókarinnar sem hún er víst gerð eftir er held ég ekki að sýna svala töffara lúskra á óvininum eða sprengja nógu helvíti mikið af sprengjum (engan veginn) heldur að sýna sjónarhorn nokkurra hermanna á lífinu, hvort sem það er eitthvað tengt stríðinu sjálfu eða einhverju meira persónulegra. Og ég held að það sé það sem hitti beint í hjartastað á mér.



En þó ég hafi eitt mestu púðri í að skrifa um þessa mynd þýðir það ekki að hún sé best þessara þriggja. Hitt var bara fyrsta færslan og ég því ekki búinn  að gíra mig inná e-ð bloggerí. 

Tuesday, October 28, 2008

topp 10 listi, fyrsti hluti

Andri Gunnar púllaði frekar súrt grín: stofnaði bloggsíðu á mínu nafni, gerði topp tíu lista og sendi síðan Sigga Palla linkinn. Í góðri trú gaf Siggi "mér" síðan 7 stig fyrir færsluna. Andri fær því 1000 typpastig frá mér fyrir typpalegt grín (vond stig).
 
En hér er topp 10 myndirnar mínar, ekki í röð og ekki allar í einu en þó vonandi ekki skrifuð í sama 13-ára-stelpu-stílnum og færslan hans Andra. Ég nenni ekki að setja inn myndir ef klikkað er á myndanöfnin opnast imdb-síða hverrar fyrir sig.



Af þrem uppáhaldsmyndunum mínum eru tvær eftir sama leikstjórann, Dead Man og Ghost Dog.
Ghost Dog fjallar sem sagt um leigumorðingja sem er meðlimur í einhvers konar samúræjasamtökum og átök hans og mafíunnar. Myndin er öll ógeðslega svöl, fyndin og sagan er góð. Allar persónurnar eru trúverðugar sama hversu steiktar þær eru og þetta er besta mynd Forest Whittakers sem ég hef séð. Myndin er alvarleg og tempóið er hægt en inná milli koma mjög grínleg atriði eins og öll samskipti ghost dog og franska gæjans og svo þegar mafíuforingjarnir eru að tala um rappara- og indíánanöfn. Öll tæknileg atriði finnst mér vera til fyrirmyndar og tónlistin sem er eiginlega öll eftir the RZA eða Wu-Tang Clan er frábær.


Dead Man er líka eftir Jim Jarmusch sem gerði Ghost Dog og er vestri.  
Borgarstrákur ferðast til villta vestrins í leit að vinnu, fremur óvart morð og þarf svo að flýja lögguna og fleiri vonda.
Ég fattaði það reyndar ekki fyrr en ég fór skrifa þetta en myndirnar eru að mörgu leyti mjög líkar, söguþráðurinn og umhverfið eru reyndar öðruvísi en Jarmuschbragurinn er mjög greinilegur. Því get ég gert þetta: 
Myndin er öll ógeðslega svöl, fyndin og sagan er góð. Allar persónurnar eru trúverðugar sama hversu steiktar þær eru og þetta er besta mynd Forest Whittakers Johnny Depps sem ég hef séð. Myndin er alvarleg og tempóið er hægt en inná milli koma mjög grínleg atriði eins og öll samskipti ghost dog og franska gæjans Depps og indíánans og svo felst atriðin með leigumorðingjunum. Öll tæknileg atriði finnst mér vera til fyrirmyndar og tónlistin sem Neil Young spann á rafmagnsgítar á meðan hann horfði á hana á skjá í stúdíóinu. Ég vil þá líka sérstaklega benda á hvað Johnny Depp er frábær í myndinni og hvernig honum tekst að þroska persónu sína trúverðulega út myndina.  Fyrst er hann algjör bókanölli og veimiltíta en þegar líða tekur á myndin verður hann æðrulaus og yfirvegaður morðingi. Það er út af þessari mynd sem ég held mest uppá Jonnhy Depp af öllum leikurum. 



Af öðrum myndum eftir Jim Jarmusch hef ég séð Coffee & Cigarettes, Mystery Train og Night on Earth og ég mæli með þeim öllum.